Para- og hjónameðferð

Gott hjónaband/parsamband er ekki samband án vandamála heldur samband þar sem parið getur unnið í gegnum þá erfiðleika sem þau þurfa að takast á við.  Vegna þessa eru samskiptin í parsambandinu mikilvægasti þátturinn til að halda sambandinu heilbrigðu.

Í parameðferð er áherslan á að hjálpa parinu að finna leiðir til að hafa stjórn á tilfinningum sínum, byggja upp traust til að tjá sig, hlusta á hvort annað, og nota þannig heilbrigð samskipti til að þess að vinna í gegnum erfiðleikana.

Í parameðferðinni hjá mér er sóst eftir eftirfarandi árangri:

  • Að efla traust á milli ykkar 
  • Stuðla að opnari samskiptum
  • Að auka nánd
  • Að bæta samband parsins

Ég hef verið mjög hrifin af meðferðarnálgun Dr. Sue Johnson, Emotionally Focused Therapy og sýna rannsóknir að þessi meðferðarnálgun er að reynast mjög vel fyrir pör.  Þar er unnið með parinu í að skoða samskiptaform þeirra, og hvernig tengsl þeirra í gegnum lífið hefur áhrif á samskipti þeirra og parsambandið.

Aðrar nálganir eru notaðar með eftir því sem gagnast parinu best, til dæmis meðferðarnálgun Dr. John Gottman, atferlisnálgun, hugræn nálgun og kerfakenninganálgun.

http://www.holdmetight.net/

http://www.gottman.com/

 

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>