Um Margréti

Ég lauk námi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 1996 og fékk strax í námi mikinn áhuga á að vinna með fjölskyldur sem voru að takast á við það álag sem fylgir veikindum í fjölskyldunni.  Í framhaldi af því fór ég í nám í klínískri félagsráðgjöf við Boston University í Bandaríkjunum.  Þar fékk ég klíníska þjálfun í meðferðarvinnu, annars vegar í framhaldsskóla þar sem ég vann að mestu með unglinga og ofbeldi í samböndum, og hins vegar við endurhæfingarsjúkrahús þar sem ég vann með einstaklinga með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Að námi loknu fluttist ég til Florida þar sem ég starfaði á Shands háskólasjúkrahúsinu í sex ár.  Þar starfaði ég sem klínískur félagsráðgjafi á ýmsum sviðum, á bráðamóttöku, gjörgæsludeildum, blóðskilun, barnadeild, og fæðingar- og sængurkvennadeild.  Ég vann þar með einstaklinga og fjölskyldur í tengslum við alvarleg veikindi, andlát, áföll, sorg og missi.  Á þessum tíma aflaði ég mér réttinda sem „Licensed Clinical Social Worker“, starfsréttindi klínískra félagsráðgjafa í Bandaríkjunum til að starfa sjálfstætt.

Þegar ég fluttist til Íslands árið 2007 hóf ég störf á Barnaspítala Hringsins þar ég starfaði með fjölskyldur barna sem þurftu að leita þangað vegna veikinda.  Stuttu seinna tók ég við stöðu hjúkrunardeildarstjóra við göngudeildina á Kleppi, og vann þar með fjölskyldur skjólstæðinga geðsviðs Landspítala.  Að auki kenndi ég fjölskylduhjúkrun við LSH.

Haustið 2012 hóf ég störf sem framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun NLFÍ og samhliða stjórnunarstafinu vinn ég með einstaklinga í stuðningsviðtölum og pör/hjón í hjónabandsráðgjöf/-meðferð .

Í júní 2013 lauk ég tveggja ára námi í Fjölskyldumeðferð frá EHÍ.  Í því námi lagði ég megin áherslu á para-/hjónabandsmeðferð og ráðgjöf.

 

Menntun:

Master of Social Work, Boston University, USA 2001

BSc í Hjúkrunarfræði, Háskóli Íslands, 1996

Réttindi:

Fjölskylduþerapisti/fjölskyldumeðferðarfræðingur, 2013

LCSW, Florida, USA, 2007

Compassion Fatigue Therapist, 2005

Compassion Fatigue Educator, 2006

Starfsreynsla:

Heilsustofnun NLFÍ 2012-

Landspítali,  Göngudeild Kleppi 2009-2012

Barnaspítali Hringsins, 2007-2009

Shands & UF, Clinical Social Worker, 2001-2007

McLean Hospital, Belmont, MA, USA 2001

HealthSouth Rehabilitation Center, Woburn, MA, USA 2000-2001

Peabody High School, Peabody, MA, USA, 1999-2000

Landspítali, Hringbraut, 1994-1996, 1998

Reykjalundur, 1991-1994, 1999

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>